Fara í efni

Sandvík

Vopnafjörður

Sandvík er mikil og svört sandströnd innst í Vopnafirði. Svæið er fjölskyldupardís af náttúrunnar hendi. Þar má tína skeljar, fá sér göngutúr, skoða fuglana, byggja sandkastala eða hvað sem hugurinn girnist.

Fyrir miðri ströndinni strandaði flutningaskipið Mávurinn 2. október 1981. Mannbjörg varð en enn má sjá glitta í skipsflakið þegar sjávarborðið er lægst.

Aðgengi að Sandvík er við vegslóða sem liggur niður að víkinni innan við golfvöllinn.

Fólk er hvatt til þess að fara varlega í fjörunni. Á vorin flæðir á Hofsá það til að flæða yfir en þá geta myndast kviksyndi.