Fara í efni

Hraunfossar í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði

Hraunfossar í Borgarfirði eru sérstakt náttúruvætti og þykja með fegurstu náttúruperlum landsins. Þar streymir lindárvatn hvítfyssandi undan Hallmundarhrauni og niður í Hvítá. Staður sem vart á sinn líka.

Umhverfið var friðlýst árið 1987. Annað nafn á fossunum eru Girðingar. 

Bílastæði eru við Hraunfossa, upplýsingaskilti ásamt merktum göngustígum, veitingasölu og salernum.