Fara í efni

Geirshólmi í Hvalfirði

Akranes

Geirshólmi er klettahólmi í innanverðum Hvalfirði, sem tilsýndar líkist fljótandi kúluhatti á sjávarfletinum.  

Þar höfðust við Hólmverjar, vel á annað hundrað manns, ræningjalið undir forystu Harðar Grímkelssonar en sagt er frá þeim köppum í Harðar sögu Hólmverja.  

Helga Jarlsdóttir, kona Harðar, bjargaði sér og tveimur sonum þeirra, Birni 4 ára og Grímkatli 8 ára með því að synda úr Geirshólma og í land. Heitir það nú Helgusund og Helguskor eða Helguskarð þar sem hún kleif upp fjallið Þyril.  

Á Sturlungaöld settist liðsflokkur Sturlu Sighvatssonar í Geirshólma undir forystu Svarthöfða Dufgussonar og fóru þeir þaðan um sveitir með ránhendi. Geirshólmi gengur einnig undir nafninu Geirshólmur.