Fara í efni

Fuglabjagarnes

Vopnafjörður

Fuglabjarganes er hluti af strandlengju Vopnafjarðar, norðan megin í firðinum.

Fuglabjarganes er á Náttúruminjaskrá Íslands vegna fagurrar og fjölbreyttrar strandar og mikils fuglalífs. Gengið er í fjörunni niður á nesið þar sem taka við þverhnípt björg beint niður í sjó, klettadrangar sem gnæfa upp úr sjónum innan við nesið, gróðursæl víðátta og víðsýni yfir opið hafið. Upplifun í íslenskri náttúru eins og hún gerist best.