Fara í efni

Digranesviti

Bakkafjörður

Frá þorpinu á Bakkafirði liggur falleg gönguleið að Digranesvita. Gengið er á slóða alla leið. Vegalengd að vitanum er 3,5 km. Gott er að leggja upp í gönguna frá hliði skammt utan við þorpið og ganga að eyðibýlinu Steintúni og svo áfram eftir jeppaslóðanum. Gönguleiðin er falleg og útsýnið frá vitanum sömuleiðis en fara skal varlega þegar gengið er yfir klettabeltið að vitanum. Vitinn var byggður á árunum 1943-1947 og er ljóshæð hans 28 metrum yfir sjávarmáli. Hæð hans er 18.4 m. Frá Digranesvita er útsýnið yfir Bakkaflóann engu líkt.