Fara í efni

Bifröst í Borgarfirði

Borgarnes

Bifröst í Borgarfirði er háskólaþorp sem byggir á gömlum merg. Háskólinn á Bifröst á rætur að rekja til Samvinnuskólans sem var stofnaður árið 1918 í Reykjavík. Sumarið 1955 var skólinn fluttur að Bifröst. 

Fram til 1990 var skólinn deild innan Sambands íslenskra samvinnufélaga og í eigu þess. Síðan þá hefur skólinn verið
sjálfseignarstofnun. 

Skólinn hefur breyst mikið frá stofnun og hafa þær breytingar verið í takt við breyttar aðstæður og auknar menntunar­kröfur
samfélagsins. 

Margar náttúruperlur eru í kringum Bifröst. Á staðnum er rekið hótel og gígurinn Grábrók er í næsta nágrenni. Golfvöllurinn Glanni, sem er 9 holu völlur, er einnig skammt frá.