Fara í efni

Léttar gönguleiðir

Ganga er heilsusamleg og skemmtileg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Börnum þykir yfirleitt gaman að hreyfa sig en oftast þarf að vera einhver leikur fólginn í hreyfingunni. Mikilvægt er því að gera gönguna spennandi og ævintýralega og aðlaga hana sem mest að áhuga og getu yngstu þátttakendanna til að virkja þau og fá þau til að vilja fara aftur og aftur.

Á Norðurlandi eru margir áhugaverðir staðir sem börn hafa gaman að því að skoða, t.d. ganga í fjörunni við Hvítserk, Borgarvirki á Vatnsnesi, Kálfshamarsvík á Skaga, Kjarnaskógur rétt hjá Akureyri, Dimmuborgir í Mývatnssveit, Ásbyrgi, svartar fjörur á Melrakkasléttu og margt fleira.

Svo er nauðsynlegt að taka með sér nesti og njóta þess að borða úti í fallegri náttúrunni.