Fara í efni

Eyjólfsstaðaskógur

Egilsstaðir

Eyjólfsstaðaskógur á Völlum er í alfaraleið og tilvalinn útivistar- og áningarstaður. Þar eru góðir göngustígar og rjóður með bekkjum og borðum. Eyjólfsstaðaskógur hefur verið í eigu Skógræktarfélags Austurlands síðan 1944. Skógurinn er 172 ha að flatarmáli og nær upp í 250 m hæð yfir sjávarmáli. Hann er að mestu vaxinn viltu birki en barrviðir voru líka gróðursettir þar um miðja síðustu öld. Náttúrufegurð er mikil í skóginum; en þar eru tveir fossar og manngengt bak við annan þeirra. Skógræktarfélag Austurlands hefur gefið út gönguleiðakort um svæðið.