Fara í efni

Bjarnarfoss

Snæfellsbær

Bjarnarfoss á Snæfellsnesi er tignarlegur foss, ofan við Búðir, sem fellur fram af hamrabrún fyrir neðan Mælifell. Fossinn, ásamt stuðlabergshömrum í kring, er á Náttúruminjaskrá og í brekkunum við fossinn er mikið blómgresi. Stórt bílastæði er fyrir neðan fossinn og góður göngustígur upp í brekkurnar undir fossinum. Áningastaðurinn við Bjarnarfoss hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2018.

Bjarnarfoss hefur verið þekktur áfangastaður á Snæfellsnesi í áraraðir. Fossinn er steinsnar frá afleggjaranum inn á Útnesveg sem liggur að Hótel Búðum, Arnarstapa, Hellnum, Djúpalónssandi og Vatnshelli. Fossinn er þannig staðsettur að hann gnæfir yfir ferðafólki sem keyrir veg nr. 54 (Snæfellsnesveg) og Útnesveg, sem gerir hann að vel áberandi landmarki. Gönguleiðin upp að fossinum er mjög aðgengileg og útsýni yfir Búðakirkju, Hótel Búðir og strandlengjuna er mjög fallegt þaðan séð. 

  • Staðsetning: Snæfellsnes (Staðarsveit)
  • Vegnúmer: Snæfellsnesvegur (nr. 54)
  • Erfiðleikastig: Auðvelt
  • Lengd: 600 metrar
  • Hækkun: 50 metrar
  • Merkingar: Engar merkingar en leiðin er mjög skýr
  • Tímalengd: 12 mínútur
  • Tegund jarðvegar: Plastmottur
  • Hindranir á leið: Engar hindranir 
  • Þjónusta á svæðinu: Engin þjónusta er á svæðinu
  • Lýsing: Engin lýsing er við gönguleið
  • Árstíð: Leiðin er opin allt árið
  • GPS hnit upphafs- og endapunktar: N64°50.5621 W023°24.2126