Fara í efni

Botnsdalur í Hvalfirði

Akranes

Botnsdalur í Hvalfirði er að stórum hluta skógi vaxinn og tilvalinn til að njóta útivistar fyrir alla aldurshópa. Í dalnum voru tveir bæir, Stóri-Botn og Litli-botn.  

Fyrir botni Botnsdals eru Botnssúlur og er hæsti tindur þeirra 1095m þar norðvestur af er svo Hvalfell, 848 m, sem liggur yfir þveran dalinn.  

Í Landnámu segir frá því að Ávangur, írskur maður, hafi fyrst byggt í Botni. Þá var dalurinn svo skógi vaxinn að hann hafi smíðað sér hafskip og hlaðið þar sem nú heitir Hlaðhamar sem er sunnan við Botnsvog.  

Fossinn Glymur er innst í Botnsdal.