Fara í efni

Baula í Borgarfirði

Borgarnes

Baula í Borgarfirði er keilulaga líparítfjall sem blasir víða við úr Borgarfirði og nágrenni. Fjallið er skriðurunnið, bratt og gróðurlítið og rís 934 m. upp af láglendinu. Fjallið er eitt besta dæmi sem hraungúl sem þekkist.  

Sagt er að af toppi fjallsins sjáist í níu sýslur í góðu skyggni, enda útsýni viðbrugðið.

Þjóðsagan greinir frá að þar uppi eigi einnig að vera tjörn með óskasteini, sem aðeins kemur upp á jónsmessunótt. Sá sem nær steininum getur fengið allar óskir sínar uppfylltar.  

Ekki er á allra færi að ganga á Baulu. Gangan er erfið og göngufólk þarf að vera í góðu formi og vel útbúið. Gönguleið á fjallið er ekki stikuð og það er alfarið á ábyrgð göngufólks ef það leggur til uppgöngu.