Fara í efni

Selir

Selaskoðun er mikil upplifun og er hvergi betra að skoða þessi fallegu dýr en þar sem þeir njóta sín í sínu náttúrulega umhverfi. Selir eru forvitnir að eðlisfari þannig að með góðri myndavél er vel hægt að ná af þeim góðum myndum, í þeirra rétta umhverfi. Selaskoðun er upplifun sem mun lifa lengi í minnum og skapar svo sannarlega nýja sýn á líf og náttúru.

Selasetur Íslands er á Hvammstanga og þar er hægt að fræðast enn frekar um þessi flottu dýr.