Ísland - Hvatningarátak!

Í vor fer í gang nýtt átak þar sem Íslendingar eru hvattir til að ferðast innanlands í ár og kaupa vörur og þjónustu. Við vekjum athygli á fjölbreyttri ferðaþjónustu um allt land.

Allt efni er hugsað þannig að það nýtist fyrir alla landshluta og að aðilar í ferðaþjónustu og aðrir geti auðveldlega nýtt það í sínu eigin markaðsefni og aðgerðum.

Nýr ferdalag.is 

Átakið verður keyrt á helstu miðlum og verður umferð beint hér inn á vefinn www.ferdalag.is sem opna mun í nýjum búningi í lok maí 2020.

Skrá tilboð hér á ferdalag.is

Upplýsingar um sem skráð eru í gagnagrunn Ferðamálastofu birtast hér á ferdalag.is. Til að auka sýnileika sinn og draga að umferð býðst fyrirtækjum sem að skrá tilboð sem þau hyggjast bjóða upp á í sumar. Fyrirtækin sjá sjálf um að skrá tilboð og munu þau birtast á ferdalag.is þegar nýr vefur fer í loftið. Verða þau fyrirtæki sem bjóða tilboð merkt sérstaklega á vefnum.

Skrá tilboð

Ferðaávísun stjórnvalda

Á nýjum vef verður einnig hægt að nálgast upplýsingar um ferðaávísun stjórnvalda, bæði hvernig almenningur nálgast ávísun sína og skráningar þeirra fyrirtækja sem geta tekið á móti henni.

Leitaðu að þinni þjónustu - Mikilvægt að uppfæra upplýsingar

Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki með tilskilin leyfi geta verið með starfsemi sína skráða hér á vefnum en mikilvægt er að upplýsngar séu réttar. Ef breyta þarf upplýsingum, skal strax senda póst á netfangið ferdalag@ferdamalastofa.is. Upplýsingar um skráð fyrirtæki má nálgast í leitarvélinni hér að neðan.

Kynningarmyndband