Ástand vega

Þeir sem hyggja á ferðalög um Ísland þurfa að vita að íslensk veðrátta er viðsjárverð, einkum yfir vetrartímann. Veður getur breyst nánast eins og hendi sé veifað og vegir orðið ófærir á stuttum tíma. Þess vegna er mikilvægt að fylgjast vel með veðurútliti og veðurspám.

Upplýsingaþjónusta Vegagerðarinnar

www.vegagerdin.is

Vegagerðin hefur á undanförnum árum komið upp greinargóðu upplýsinganeti um landið allt svo hægt er að fylgjast með færð og ástandi vega með mun nákvæmari hætti en áður og koma slíkri vitneskju til fólks. Vegagerðin fylgist einnig með ástandi vega á hálendinu og birtir reglulega upplýsingar um það en þær má nálgast hjá Upplýsingaþjónustu Vegagerðarinnar (sími 1777) og hjá upplýsingamiðstöðvum fyrir ferðamenn víða um land.

Sérstaklega skal bent á vef Vegagerðarinnar en þar má finna ýmsar upplýsingar; yfirlitskort og skýringar sem gagnlegar eru áður en lagt er af stað í ferðalag. Ferðaupplýsingar Vegagerðarinnar á vefnum lúta fyrst og fremst að færð vega og veðri. Upplýsingar um færð eru uppfærðar að morgni og síðan eftir ástæðum fram til kvölds. Veðurupplýsingar eru í flestum tilfellum uppfærðar 1-2 sinnum á klukkustund allan sólarhringinn