Viti - Þormóðsskersviti

Um staðinn

Þormóðssker er 200 m á lengd og 100 m á breidd en aðeins 11 m hátt. Viti var reistur á skerinu á árunum 1941 - 1942 hann er 19,2 m hár auk 3,1 m ljóshúss. Vitinn var ekki tekinn í notkun fyrr en 1947.

Franska hafrannsóknarskipið Pourqui Pas ? fórst í skerjaklasanum undir  Mýrum í september 1936 og varð það til þess að hugað var að því að reisa þar vita.

Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins teiknaði tillögu að vitabyggingu  í desember 1936. Axel Sveinsson verkfræðingur breytti aðeins út frá teikningu Guðjóns og var vitinn reistur samkvæmt þeirri breytingu.

Kálfshamarsviti á Skagaströnd sem reistur var 1940 er samskonar bygging og Þormóðsskersviti nema hvað sökkullinn er aðeins frábrugðinn.

Árið 1952 var afhjúpað minnismerki inni í vitanum eftir Ríkharð Jónsson, myndhöggvara um þá sem fórust með Pourqui Pas ?.

Upplýsingar eru fengnar úr bókinni Vitar á Íslandi, útgefandi er Siglingastofnun Íslands árið 2002.

Staðsetning

Sjá á korti