Fara í efni

Tales from Iceland

Tales from Iceland er sýning um Ísland og Íslendinga. Hún er tvískipt, annars vegar er landslagssýning á jarðhæð og hins vegar er fréttasýning á efri hæð hússins.

Landslagssýningin, sem gerð er úr raunverulegum myndböndum ferðamanna, segir ferðasögu nokkurra erlendra gesta og bregður þannig ljósi á hvernig landið og eyjarskeggja koma þeim fyrir sjónir, hvernig þeir upplifðu náttúruna og fólkið sem hér býr.

Fréttasýningin, sem gerð er úr raunverulegum fréttamyndum, sýnir valda atburði úr nútímasögu okkar ástkæru eyju og þeirrar mögnuðu þjóðar sem hana byggir. Fjallað er um listir, íþróttir, alþjóðamál, veðurfar, hafið, tónlist og ýmislegt fleira, skrýtið og skemmtilegt í fari okkar.

Hvað er í boði