Fara í efni

Smárabíó

Okkar takmark er skýrt; að bjóða gestum upp á hámarksgæði í öllum sölum og bestu skemmtunina.

Smárabíó rúmar um 1.000 manns í sæti í fimm sölum en í öllum sölum er fullkomin stafræn tækni ásamt laser myndægði frá Barco í öllum sölum. Smárabíó MAX – stærsti salur bíósins skartar Dolby Atmos hljóðkerfi, sem er eitt það besta í boði í heiminum í dag.

Skemmtisvæði Smárabíó býður upp á hágæða afþreyingu þar sem hægt er að fara í lasertag, karaoke, leiktækjasal og VR sýndurveruleika. Lasertag í Smárabíó er eitt það nýjasta sinnar tegundar og salurinn er á tveimur hæðum svo hann hentar jafnt ungum sem öldnum. Byssurnar okkar gefa frá sér ljós, hægt er að hitta 7 staði á andstæðingnum til að fá stig og klukkurnar í loftinu geta hitt þig líka ef þú varar þig ekki á þeim!

Gott aðgengi er fyrir hjólastóla í öllum sölum.

Hvað er í boði

Skemmtisvæði Smárabíó

Skemmtisvæði Smárabíós. Okkar takmark er skýrt; að bjóða gestum upp á bestu mögulegustu skemmtun sem völ er á í formi upplifunar fyrir alla fjölskylduna eða vinina.

Skemmtisvæði Smárabíó býður upp á hágæða afþreyingu þar sem hægt er að fara í Lasertag, Karaoke, Leiktækjasal, Laserplay, Mantiz bissur og VR sýndurveruleika. Lasertag í Smárabíó er eitt það nýjasta sinnar tegundar og salurinn er á tveimur hæðum svo hann hentar jafnt ungum sem öldnum. Bjóðum upp á tvennskonar VR upplifun. Virtualmaxx þar sem barist er með bissum í sýnarveruleikaheim og 10 mismunandi VR Escape leiki þar sem þú þarf að leysa allskyns þrautir til að ná endatakmarkinu. Við bjóðum upp á fjölbreytt hópatilboð og það er gott aðgengi er fyrir hjólastóla í öllum sölum og allri afþreyingu.

Smárabíó býður upp á fjölbreyttasta skemmtun landsins í sýndarveruleika þar sem hægt er að fara í flóttaleiki eða æsispennandi skotbardaga. Hægt er að velja á milli fjölda leikja sem hver er með mismunandi erfiðleikastig. Við bjóðum upp á leiki sem henta öllum hópum, allt frá 6 ára aldri. Hægt er að skoða úrval leikja á www.smarabio.is/skemmtisvaedi/virtual-reality .

Okkar takmark er skýrt; að bjóða gestum upp á bestu mögulegustu skemmtun sem völ er á í formi upplifunar fyrir alla fjölskylduna eða vinina.

Opnunartímar:
15:00 á virkum dögum
12:30 um helgar
Nánar á
www.smarabio.is  

www.smarabio.is/smarabio/skemmtisvaedi 

Sumarnsámskeið Smárabíós

Í sumar býður Smárabíó upp á sumarnámskeið fyrir krakka sem vilja upplifa fjölbreytta skemmtun með þéttri dagskrá. Skipulögð dagskrá er alla dagana en smá munur er á námskeiðum milli vikna. Þátttakendur munu fá að prufa leiktækjasal, VR, lasertag, karaoke, ratleik, hópleiki, 1x bíóferð, blöðrugerð (Gultt námskeið), Rush (Grænt námskeið), útilasertag (ef veður leyfir) andlitsmálningu og margt fleira.

Námskeiðið er frá 12:30 til 16:00 í Smárabíói frá mánudegi til föstudags og er tilvalið fyrir börn á aldrinu 6 til 10 ára. Starfsfólk er mætt kl. 12:00 og er á staðnum til 16:30. 

Skráning og nánari upplýsingar á www.smarabio.is/sumarnamskeid