Fara í efni

Slow Travel Mývatn

Slow Travel Mývatn er sprottið úr þeirri ósk að gera lífssýn okkar að lífsmáta. Í beinni snertingu við náttúruna og íslenskar hefðir geta gestir okkar dvalið hér og nýtt tímann til að komast nær sjálfum sér og umhverfinu. Slow Travel Mývatn nýtir sérkenni svæðisins, menningu, sögu og hefðir til að bjóða gestum okkar einstaka og ógleymanlega dvöl í samræmi við grunngildi Slow travel stefnunnar. STM býður upp á ró, hægfara, meðvitaða og sveigjanlega dvöl og leggur áherslu á umhverfisvæna og sjálfbæra ferðamennsku í samhljómi við náttúruna og íbúa svæðisins.

Hvað er í boði