Fara í efni

Lamb street food

Lambakjöt, skyr og flatbrauð eru hráefni samofin matarmenningu Íslands og sögu sem ber að halda á lofti. En matarmenningin mótast einnig af erlendum áhrifum, þar sem forvitnilegur bræðingur lagast að smekk neytenda í dag. Hugmyndafræði LAMB er einmitt að heiðra rammíslenskar hefðir og bræða við framandi og spennandi matarmenningu m.a. Afríku og Arabíu.

Við útbúum daglega sósur úr skyri og ólífolíu, notum ferskar kryddjurtir og litrík ilmandi ofurkrydd eins og sumac, zaatar. Við bökum eigið flatbrauð í vefjurnar sem við rúllum upp með fjölbreyttum grænmetisblöndum íslensku gæða lambakebab eða falafel og jakaber fyrir grænkera.

Lamb Street Food er umhverfisvænn staður sem leitast við að nota umhverfisvænar umbúðir og vinna gegn matarsóun. Íslensk náttúra, hreint loft og hreint vatn er heimahagi íslenska lambsins og forsendur fyrir gæðum íslenska lambakjötsins.

Hvað er í boði