Fara í efni

Fossárdalur

Í Fossárdal er boðið upp á svefnpokagistingu með eldunaraðstöðu, ásamt tjaldstæði. Gestir gista í sérhúsi í um 600 m fjarlægð frá íbúðarhúsunum á Fossárdal. Í húsinu eru sex herbergi, fjögur fjögurra manna, eitt þriggja manna og eitt tveggja manna. Í þremur herbergjum eru hjónarúm.

Ekki er boðið upp á morgunverð eða aðrar veitingar í Fossárdal. Matsölustaðir og kaffihús eru á Djúpavogi, en þangað er um 15 mín akstur.

Landslagið er sérstakt og mikið af klettum svo gönguleiðir geta verið mjög krefjandi ef þess er óskað. Fossá rennur út dalinn og alls eru í henni 25 fossar, hver með sína sérstöðu, sem vert er að staldra við og líta nánar á. Jeppavegur liggur 14 km. inn eftir dalnum og frá veginum er stutt að ánni og fossunum.

Tjaldstæðið er skjólgott í faðmi fallegra fjalla. Gott pláss er á svæðinu og hægt er að taka við stórum hópum. Bæði er gott pláss fyrir þyrpingu lítilla tjalda eða stóra bíla. Lítill lækur liðast við tjaldstæðið sem er kjörinn fyrir börnin að sulla í og Fossáin liðast út dalinn. Kjörinn staður fyrir þá sem vilja frið frá hinu daglega amstri, í fagurri nátturu. Á svæðinu er gríðarlega fjölbreytt tækifæri til gönguferða og svo eru fallegir fossar í Fossánni.

Klósettaðstaða er í aðstöðuhúsi ásamt heitu og köldu vatni. Einnig er hægt að komast í rafmagn.

Hvað er í boði