Fara í efni

Flatey Pizza

Flatey sækir í pítsuhefðina sem kennd er við Napólí. Við gerum súrdeig á staðnum og látum það þroskast í sólarhring áður en við bökum pítsurnar við 500 gráðu hita. Fyrir vikið verða botnarnir bragðmiklir og léttir í maga og áleggin sérstaklega fersk og safarík.

Við notum einungis ferskan mozzarella sem við flytjum inn frá Suður-Týról á Ítalíu. Snöggur eldunartími heldur ostinum ferskum og mjólkurkenndum. 

Við kaupum San Marzano tómata beint frá bónda. Þeir eru ræktaðir við rætur Vesúvíusar og eru í laginu eins og plómur og sérstaklega safaríkir og gómsætir. Því þarf engu við að bæta þegar þeir eru maukaðir í sósu, ef frá er talið dálítið sjávarsalt.

Verið velkomin.

Hvað er í boði