Fara í efni

Þotuhreiður

Norðan megin við flugstöðvarbygginguna stendur verkið Þotuhreiðrið eftir Magnús Tómasson í upplýstri tjörn. Verkið var sett upp 1990 og var annað tveggja verka sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um listaverk við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Verkið sýnir þotu brjótast úr stóru eggi líkt og fuglsungi. Eggið situr á hreiðri úr íslensku grjóti sem rís upp úr tjörninni sem umlykur hreiðrið. Verkið allt er um 9 m á hæð. Eggið sem er úr ryðfríu stáli, er 5,6 m hátt og 4,2 m á breidd og vegur á sjötta tonn.

Listamaðurinn segir hugmyndina að Þotuhreiðrinu fyrst hafa kviknað fyrir mörgum árum þegar hann var að vinna seríu um sögu fuglsins. Hugmyndir sem kviknuðu í því verkefni þróuðust síðar og útkoman var Þotuhreiðrið.