Fara í efni

Snorralaug

Reykholt í Borgarfirði

Snorralaug er forn, friðlýst laug, kennd við Snorra þótt Landnáma segi að á staðnum hafi verið laug frá árinu 960. Vatni er veitt í laugina um lokaðan stokk úr hvernum Skriflu. Við Snorralaug eru varðveitt, að hluta, hlaðin jarðgöng sem að líkindum hafa legið til bæjar Snorra og verið flóttaleið á tímum hans. Töluverður jarðhiti er í Reykholti, eins og nafnið ber með sér, sem m.a. er nýttur til húshitunar og gróðurhúsaræktunar.