Fara í efni

Hvanneyri gönguleið

Borgarnes

Hvanneyri er lítið, vaxandi þéttbýli í Borgarfirði, þar sem höfuðstöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) eru staðsett en einnig er þar að finna Landbúnaðarsafn Íslands, verslunin Ullarsel og Hvanneyrartorfan, sem eru gömlu skólahúsin á Hvanneyri. Gönguleiðin fer út að Andakílsá og í kring um Torfuna. Friðlýst svæði Umhverfisstofnunar, Ramsarsvæði sem er fuglafriðland er á Hvanneyri en það er við Andakíl. Hvanneyrartorfan er friðlýst svæði Minjastofnunar en auk þess hefur Landbúnaðarskóli Íslands séð um viðhald göngustíga á svæðinu auk sjálfboðaliða. Mikil uppbygging hefur verið í gönguleiðum og útivistarstöðum á svæðinu og hefur Hvanneyri mikið aðdráttarafl fyrir útivistarfólk.  

Hvanneyri hefur upp á að bjóða sögu, náttúru og útivist. Fuglalífið á svæðinu er margbreytilegt en aðdráttarafl dýralífs hefur dregið marga ferðamenn til að koma augu á blesgæsina en verndarsvæði hennar er á Hvanneyri. Torfan dregur gesti að Hvanneyri en gömlu skólahúsin eru enn í notkun og hafa þar mismunandi hlutverk, eins og kaffihús, íþróttahús, safnahús og íbúðir fyrir kennnara Landbúnaðarháskólans. 

Hvanneyrartorfan er á skrá Minjastofnunar um friðlýst hús og mannvirki en þau eru Hvanneyrarkirkja (byggt árið 1905),
Skólahúsið (byggt árið 1910), Skólastjórahúsið (byggt árið 1920), Skemman (byggt árið 1896), Leikfimihúsið (byggt árið 1911), Hjartarfjós (byggt milli 1900-1901), Halldórsfjós og hlaða (byggt milli 1928-1929) og Vélahús.  

Umhverfisstofnun friðlýsti Hvanneyri sem búsvæði árið 2002 en stækkaði svo svæðið árið 2011 og fékk þá nafnið Andakíll. Markmið friðlýsingar var og er að vernda þau votlendi sem þar er að finna, sem eru búsvæði fjölmargra fuglategunda. 

Gönguleið byrjar við bílastæði Landbúnaðarsafns Íslands og gengið í átt að LBHÍ, á leið út að Andakílsá.
Gönguleið fer inn á þjóðveg á litlum kafla en annars er gengið á malarvegi, mottum, hellulögðum stíg, trékurli og smá grjóti.   

Vakin er athygli á því að frá 20.apríl til 20.júlí er varptími fugla og því er gestum á svæðinu bent á að taka sérstakt tillit til fuglalífs á verndarsvæðinu. Þá er ekki leyfilegt að vera með hunda/ketti í lausagöngu á svæðinu.

Staðsetning: Hvanneyri, Borgarbyggð. 

Upphafspunktur: Landbúnaðarsafn Íslands (Hvanneyrabraut nr. 53). 

Erfiðleikastig: Auðveld leið/létt leið 

Lengd: Heildalengd 8.77km 

Hækkun: 12 metrar. 

Merkingar: Merkt leið að hluta með stikum. 

Tímalengd: 1.46 klst að ganga. 

Undirlag: Blandað undirlag, smáir steinar, gras og trjákurl.  

Hindranir á leið: Þrep, trappa eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á. 

Þjónusta á svæðinu: Landbúnaðarsafn Íslands, Ullarselið og LBHÍ. 

Lýsing: Gönguleið án lýsingar í myrkri. 

Árstíð: Ferðaleið er opin alla 12 mánuði ársins en bent er á mikilvægt er að halda sig inn á göngustígum frá 20.apríl
til 20.júlí vegna fuglavarps á svæðinu. 

GPS hnit upphafspunktar: N 64°33.8794 W021°45.9281  

GPS hnit endapunktar: N 64°33.8794 W021°45.9281