Fara í efni

Glerlistaverk um Tyrkjaránið

Glerlistaverk um Tyrkjaránið eftir Einar Lárusson stendur við Grindavíkurkirkju og var afhjúpað á sjómannadaginn 2001. Verkið vísar til þess þegar sjóræningjar frá Marokkó námu land við Grindavík í júní 1627. Sjóræningjarnir voru kallaðir Tyrkir af Íslendingum og þegar þeir komu til Grindavíkur rændu þeir þar fólki við Járngerðarstaði og verðmætum munum. Seinna sama sumar var annað þekkt Tyrkjarán við Ísland.

Les má meira um Tyrkjaránið í Grindavík og afdrif Járngerðarstaðarfólksins hér: https://ferlir.is/tyrkjaranid-i-grindavik-1627-og-afdrif-jarngerdarstadafolksins-karl-smari-hreinsson-og-adam-nivhols/