Fara í efni

Fjórir vindar

Á horni Heiðarbrautar og Garðbrautar stendur listaverkið Fjórir vindar eftir Helga Valdimarsson en verkið var gjöf listamannsins til sveitarfélagsins 2012. Skúlptúrinn er einskonar áttaviti sem saman stendur af fjórum kvenmanns höfðum sem hvert horfir í átt að höfuðáttunum fjórum. Hæsta höfuðið horfir í norður svo suður, austur og vestur.

Listamaðurinn býr og starfar í Garðinum. Hann hefur gefið bænum nokkur verk sem sjá má víða í bænum. Má þar nefna Konu sjómannsins sem stendur fyrir utan Byggðasafnið á Garðskaga og Mangi á Mel sem stendur hjá Sjólyst.