Fara í efni

Drangajökull

Ísafjörður

Drangajökull er eini jökullinn sem eftir er á Vestfjörðum. Jökullinn er sá fimmti stærsti á landinu og sá eini jökla á Íslandi sem ekki nær 1000 metra hæð. Drangajökull fær nafn sitt frá Dröngum er ganga í sjó fram hjá Drangavík. Milli þessara dranga eru hin svokölluðu Drangaskörð og eru mjög tignarleg að sjá. Meðan Hornstrandir voru í byggð lá alfaraleið þangað norður yfir jökulinn og meðal annars þá sóttu bændur við djúp rekaðvið á Horn- og austurstrandir og drógu yfir jökul.