Fara í efni

Þrjátíudalastapi

Árneshreppur

Þrjátíudalastapi er klettadrangur sem stendur úti í fjöru við austanvert Krossnesfjall. Til að komast að
stapanaum er best að aka veginn út að Krossneslaug. Þegar komið er að lauginni þarf að aka aðeins lengra
og þá ætti hann að blasa við niðri í fjörunni. Stapinn er um 10-12 metrar á hæð
Fylgir sú sögn, að í fyrndinni hafi maður frá Kanada eða Bandaríkjunum klifið stapann og sett þar niður
þrjátíu gulldali og sagt, að sá mætti eiga, sem klifið gæti stapann. Um eða eftir síðustu aldamót var stapinn
klifinn af eyfirskum sjómanni, en ekki fann hann dalina. Sennilega hafa þeir fokið út á haf, ef að þeir voru
þarna í fyrsta lagi.