Fara í efni

Beruvík gönguleið

Snæfellsbær

Upphaf gönguleiðar er við bílastæði hjá Beruvík. Gönguleið liggur um rústir bæja sem voru í Beruvík og er leiðin stikuð. Sagt er að kona að nafni Bera hafi búið í Beruvík. Í Beruvík voru tvær jarðir, Garðar og Hella. Nýjabúð, Bakkabúð og Helludalur voru hjáleigur. Landið var erfitt búskapar því lítil tún og hraun gerðu bændum erfitt fyrir. Þó var skjólsamt og góð beit árið um kring. Bændur sóttu sjóinn frá Beruvík og nýttu reka. Byggð lagðist af um miðja 20 öld. Á göngu um Beruvík er farið á milli bæjarrústa en sjá má m.a. fjárbað þar sem sauðfé var baðað vegna fjárkláða, Nýjabúð rústir og ýmsar tóftir á meðan Snæfellsjökullinn gnæfir yfir gesti.

Svæði: Beruvík, Snæfellsjökull þjóðgarður.

Vegnúmer við upphafspunkt: Útnesvegur (nr. 574. )

Erfiðleikastig: Auðveld leið

Vegalengd: 1.17km.

Hækkun: 7 metra hækkun.

Merkingar á leið: Merkingar á leið.

Tímalengd: 18 mínútur.

Yfirborð leiðar: Hraun og graslendi.

Hindranir á leið: Göngustígar eru þröngir, grasstígar, og blandað yfirborð.

Þjónusta á leið: Engin þjónusta á leið.

Upplýst leið: Leið óupplýst.

Tímabil: Leið opin 12 mánuði ársins en bent er á að leið er ófær yfir mars og apríl mánuði.

GPS hnit upphaf: N64°48.7933 W023°57.6929

GPS hnit endir: N64°48.7933 W023°57.6929